Skilmálar
Með því að versla á vefnum samþykkir þú eftirfarandi skilmála. Við mælum með að þú lesir þá vel áður en kaup eru gerð.
1. Fyrirtækisupplýsingar
Heimavöllurinn / Media ehf.
Kennitala: 551020-0290
VSK-númer: 139079
Netfang: verslun@heimavollurinn.is
Vefur: www.heimavollurinn.is
2. Kaupferli
-
Viðskiptavinur leggur inn pöntun í gegnum netverslunina.
-
Þegar pöntun er staðfest fær kaupandi staðfestingarpóst.
-
Ef vara er ekki til á lager er haft samband við kaupanda og boðin endurgreiðsla eða sambærileg vara.
3. Verð og greiðslur
-
Öll verð á vefnum eru sýnd með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.
-
Heimavöllurinn áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara, en viðskiptavinur greiðir það verð sem gildir við pöntun.
-
Greiðslumáta má velja við greiðslu og boðið er upp á öruggar greiðsluleiðir.
4. Afhending og sendingar
-
Við sendum pantanir hratt og örugglega um allt land.
-
Venjulega er pakkað og sent næsta virka dag. Ef álag er mikið getur tekið 1–3 virka daga að koma pöntunum til flutningsaðila.
-
Flutningsaðili: Dropp (við afhendum pakka til þeirra innan 1–3 virkra daga).
-
Sendingarkostnaður reiknast við kaup og fer eftir stærð og þyngd sendingar. Ókeypis sending fylgir pöntunum yfir upphæð sem tilgreind er á vefnum.
-
Hægt er að sækja pantanir í samstarfi við 1104 by Mar, Ármúla 15, Reykjavík, eftir að SMS-staðfesting hefur borist til viðskiptavina.
5. Skil og skipti
-
Skilafrestur er 14 dagar frá móttöku vöru.
-
Vara þarf að vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og með öllum merkjum.
-
Útsölu- og rýmingarsölu vörum fæst ekki skilað, en hægt er að skipta þeim í aðra stærð ef hún er til á lager.
-
Til að skila eða skipta skal senda tölvupóst á verslun@heimavollurinn.is með pöntunarnúmeri og upplýsingum um skil eða skipti.
-
Endurgreiðsla er framkvæmd þegar varan hefur borist og verið samþykkt.
6. Gjafabréf og afsláttarkóðar
-
Gjafabréf gilda sem greiðslumiðill í netversluninni og hafa gildistíma sem tilgreindur er við kaup.
-
Afsláttarkóðar gilda aðeins innan þess tímamarka sem tilgreint er og einungis á netinu nema annað sé tekið fram.
-
Ekki er hægt að nota fleiri en einn afsláttarkóða í einu nema annað sé sérstaklega auglýst.
7. Persónuvernd og gagnavarsla
-
Heimavöllurinn vinnur með persónuupplýsingar í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
-
Upplýsingar eru eingöngu notaðar til að vinna úr pöntunum og bæta þjónustu.
-
Upplýsingar eru ekki afhentar þriðja aðila nema lög krefjist þess.
8. Ábyrgð og fyrirvari
-
Heimavöllurinn ber ekki ábyrgð á töfum sem verða vegna utanaðkomandi aðstæðna (t.d. hjá flutningsaðilum eða vegna óviðráðanlegra atburða).
-
Við áskiljum okkur rétt til að hafna pöntunum ef upp koma tæknilegir gallar eða rangar verðupplýsingar.
9. Lög og varnarþing
Þessir skilmálar lúta íslenskum lögum. Rísi ágreiningur skal hann vera leystur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.