ALGENGAR SPURNINGAR
Hér finnur þú svör við algengustu spurningunum um verslunina, vörurnar og pöntunarferlið.
Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, sendu okkur skilaboð á samfélagsmiðlum eða póst á verslun@heimavollurinn.is
Algengar spurningar
📏 Eruð þið með stærðartöflur?
Já! Þú finnur allar stærðartöflur hér
🏪 Ég fór í Faxafen 10 en þið voruð ekki þar – hvar get ég verslað núna?
Við erum einungis netverslun á meðan við finnum fullkomið húsnæði til að opna nýja verslun. 👉 Við munum tilkynna nýjan opnunardag og staðsetningu um leið og það liggur fyrir.
🚚 Þarf ég alltaf að borga sendingarkostnað?
Nei! Við viljum að það sé auðvelt að versla hjá okkur. Við erum með afhendingarstað hjá 1104 by Mar í Ármúla 15 þar sem þú getur sótt pöntunina þína án sendingarkostnaðar. Ath. þú færð SMS þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar.
Það er frí sending hvert á land með Dropp sem er ef þú pantar fyrir 20.000 kr. eða meira!
🛍 Get ég mætt í Ármúla 15 og verslað á staðnum?
Nei – þar er eingöngu afhending pantana sem hafa verið keyptar í netversluninni. Ekki er hægt að skoða eða kaupa vörur á staðnum.
🔄 Er hægt að skila eða skipta vöru ef ég versla í netverslun?
Já auðvitað – við viljum að þetta sé eins einfalt fyrir þig og hægt er 💙
Þú sendir okkur tölvupóst, við tökum frá nýja stærð ef þú vilt skipta og staðfestum áður en þú skilar.
Ef þú ert utan höfuðborgarsvæðisins geturðu sent vöru til okkar í gegnum Dropp.
👉 Nánar um sendingar og skil (setjið inn tengil á síðuna Sendingar og skil).
⚽️ Seljið þið áritaðar vörur í fleiri stærðum?
Nei – allar stærðir sem eru til af árituðum vörum eru sjáanlegar á vefnum. Þetta eru takmörkuð eintök frá bestu leikmönnum Íslands.
En við mælum með að fylgjast vel með á samfélagsmiðlum þar sem okkur finnst mjög gaman að gefa gjafir frá stjörnunum!
👩🦱 Hver er munurinn á kvennasniði og karlasniði?
Karlasnið (regular fit): Hefðbundið, aðeins lausara og lengra snið. Þetta er það snið sem flestir fótboltaunnendur þekkja og karlaliðin spila í.
Kvennasnið (women’s fit): Þrengri og styttri ermarnar, þrengra í mitti og minna í stærðum (S í kvennasniði ≈ XS í karlasniði).
Gott að skoða stærðartöflur áður en þú velur.
💳 Bjóðið þið upp á gjafabréf?
Já! Við seljum rafrænt gjafabréf sem þú getur keypt hér á síðunni og sent beint í tölvupósti. Gjafabréfin má nota í allri netversluninni.
💜 Af hverju get ég ekki keypt Fiorentina treyjur hjá ykkur?
Við erum einungis þriggja ára verslun – sem þýðir að við erum enn að byggja upp vörulínuna okkar hjá stærstu vörumerkjum og liðum heims.
Við erum þó gríðarlega þakklát fyrir hversu margir vilja versla hjá okkur og meta það sem við stöndum fyrir.
Við munum auka vöruúrvalið á næstu mánuðum og þú mátt alltaf senda okkur tölvupóst eða skilaboð á Instagram með hugmyndir – okkur þykir vænt um slíkar ábendingar 💌
📏 Ég er hrædd/ur um að panta í netverslun þar sem ég er ekki viss um stærðina. Er mikið mál að skipta og er hægt að máta?
Við leysum það! 💙
Sendu okkur tölvupóst á verslun@heimavollurinn.is og við finnum lausn við öllu.
Við aðstoðum þig við að finna réttu stærðirnar og sjáum um að halda afgreiðslu og skiptum einföldum.
🤝 Ég hef séð ykkur vinna með leikmönnum – get ég unnið með ykkur?
Við erum ekki að ráða til starfa eins og er.
En ef þú hefur gaman af því að búa til efni eða vilt prófa vörurnar okkar, þá hvetjum við þig til að senda okkur skilaboð á samfélagsmiðlum eða tölvupóst á:
🔤 Get ég merkt Liverpool-treyjuna mína?
Við þurftum tímabundið að hætta að merkja enskar treyjur vegna mikillar eftirspurnar og afgreiðsluálags.
Við munum hefja aftur merkingar á öllum treyjum innan tíðar – fylgstu með uppfærslum ✨
🙋♀️ Hvernig getur maður fengið að vera í auglýsingum hjá ykkur?
Þú getur alltaf sent okkur skilaboð á samfélagsmiðlum eða tölvupóst.
Við höfum lagt mikla áherslu á að breyta leiknum þegar kemur að fyrirmyndum í auglýsingum.
Okkur finnst gríðarlega mikilvægt að fjölga stelpum í markaðsefni þegar kemur að stærstu íþrótt í heimi – knattspyrnu.
Það er fullt af verkefnum í gangi hjá okkur og aldrei að vita nema þú sért næsta stjarna á Heimavellinum ✨
👕 Eruð þið einungis með kvennatreyjur?
Nei. Flestar treyjur eru í beinu sniði (regular fit/unisex fit) þar sem flest kjósa það.
Við bjóðum einnig treyjur í kvennasniði (aðsniðnar) og eftirspurn eftir þeim eykst sífellt. Þær eru merkt "kvenna".
Í dag eru treyjur karlaliða og kvennaliða nánast alltaf þær sömu – þú velur bara sniðið sem hentar þér.